Samþykkja íþrótta- og tómstundastyrki í Vogum
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020–2021. Reglurnar voru áður til meðferðar hjá bæjarráði 21. október síðastliðinn.
„Ég fagna þeim reglum sem samþykktar voru um sérstaka íþrótta- og tómstundarstyrki til barna frá tekjulágum heimilum. Það er ljóst að í þeirri kreppu sem nú gengur yfir þjóðfélagið þarf að verja börn og tekjulága einstaklinga og er þetta skref til þess,“ segir í bókun bæjarfulltrúa L-listans við afgreiðsluna.